Kelvin leikmaður ársins hjá Dalvík/Reyni
Lokahóf knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis fór fram á dögunum þar sem leikmenn, makar, stjórnarmenn, stuðningsmenn og aðrir velunnarar komu saman og skemmtu sér.
Lokahófið var haldið í Bjórböðunum á Árskógssandi. Venju samkvæmt var kosinn leikmaður ársins, besti ungi leikmaðurinn og svo leikmaður ársins af stuðningsmannafélaginu Brúanum.
Dalvíksport.is greindi fyrst frá þessu.
Viðurkenningar:
Leikmaður ársins 2019: Kelvin W. Sarkorh
Besti ungi leikmaðurinn 2019: Sveinn Margeir Hauksson
Brúa-leikmaður ársins: Jón Björgvin Kristjánsson
Þetta er í annað árið í röð sem Kelvin Sarkorh er valinn leikmaður ársins hjá Dalvík/Reyni. Hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil með liðinu og hefur spilað 45 leiki. Kevin hefur nýverið framlengt samning sinn við félagið út tímabilið 2020.
Heimild: dalviksport.is