dalvíkurbyggð

Knattspyrnudeild Dalvíkur semur við Olís

Knattspyrnudeild Dalvíkur hefur undirritað styrktarsamning við Olís (Olíuverzlun Íslands ehf) og er Olís því orðinn einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar Dalvíkur.  Merki Olís má meðal annars finna á nýjum keppnisbúningum liðsins.

Samningurinn kemur sér virkilega vel fyrir félagið þar sem yngriflokkar sem og meistaraflokkur liðsins þurfa oft á tíðum að keyra langar vegalengdir í verkefni sumarsins.

Stuðningsmönnum og velunnurum verður einnig boðið að fá sérstaka Olís lykla/kort sem veitir afslátt á bensíni.
Kortið tryggir fólki hagstæð kjör á eldsneyti frá Olís en með hverjum virkjuðum korti/lykli er fólk einnig að styrkja knattspyrnudeildina í leiðinni.

Heimild: dalviksport.is