dalvíkurbyggð

Kvennalið Dalvíkur/Reynis mætti Haukum á Dalvíkurvelli

Dalvík/Reynir í meistaraflokki kvenna leikur í 2. deildinni í ár og var í dag 2. umferð spiluð. D/R mætti Haukum á Dalvíkurvelli. Haukar höfðu unnið Fjölni 6-3 í 1. umferðinni á meðan D/R hafði tapað 7-1 gegn ÍH á útivelli.

Það voru gestirnir sem voru sterkara liðið í dag og skoruðu Haukar þrjú mörk í fyrri hálfleik og var staðan 0-3 þegar dómarinn flautaði til hálfleiks.

Snemma í síðari hálfleik komu tvö mörk til viðbótar frá Haukum og var staðan orðin 0-5 þegar rúmur hálftími var eftir af vallarklukkunni. Á 80. mínútu kom lokamarkið hjá Haukum og endaði leikurinn 0-6.

D/R stelpurnar eru enn án stiga eftir tvær umferðir en Haukar eru með fullt hús stiga.