Kynningarfundur fyrir nemendur Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar og foreldra
Kynningarfundur fyrir nemendur Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar og foreldra þeirra verður haldinn í Dalvíkurskóla mánudaginn 3. júní kl. 16:15.
Á fundinum verður farið yfir starfstíma Vinnuskólans, verkefni, aðstöðu og laun nemenda auk annars.
Stefnt er að því að Vinnuskólinn hefji starfsemi mánudaginn 10. júní.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Dalvíkurbyggðar.