Fjallabyggð

Leggja til bann á lausagöngu katta í Fjallabyggð á varptíma fugla

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur lagt til að lausaganga katta verði bönnuð í sveitarfélaginu á tímabilinu 1. maí til 15. júlí ár hvert, á varp- og ungatímum fugla.

Tæknideild Fjallabyggðar hefur verið falið að breyta samþykkt um kattahald í Fjallabyggð og mun Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar taka málið aftur upp á næsta fundi áður en málið verður sent til samþykktar hjá bæjarstjórn.

Þetta mál hefur oft verið rætt í nefndinni og núna er útlit fyrir að þessar breytingar nái í gegn.