Leikfélag Dalvíkur sýnir verkið Aðfangadagur á háaloftinu
Leikfélag Dalvíkur sýnir verkið “Aðfangadagur á háaloftinu” fyrir jólin. Leikverkið verður sýnt í Ungó kl. 17:30 dagana 26.- 28. nóvember 2018. Miðaverð er aðeins 1000 kr.
Verkið er kjörið fyrir alla fjölskylduna og verður blanda af söngvum sem allir þekkja og skemmtilegu leikverki. Leikhópurinn samanstendur af ungmennum úr Dalvíkurbyggð.