dalvíkurbyggð

Leikjanámskeið í Dalvíkurbyggð

Haldið verður leikjanámskeið fyrir börn í Dalvíkurbyggð, fædd 2009-2012 fyrstu tvær vikurnar í júlí.  Umsjón með námskeiðinu hafa Gísli Rúnar Gylfason og Telma Björg Þórarinsdóttir.

Þátttökugjald er kr. 5.000 fyrir vikuna (10.000 fyrir báðar vikurnar). Námskeiðin verða tvískipt, annað frá kl. 10-12 og hitt kl. 13-15 (ekki hægt að skrá bæði fyrir og eftir hádegi þar sem þetta er sama námskeiðið).

Fyrri vika (1.-5. júlí)

1. júlí: Kynning á leikjanámskeiðinu og farið í skemmtilega leiki.

2. júlí: Fjöruferð og sandkastalakeppni

3. júlí: Fjallganga

4. júlí: Sundlaugarfjör

5. júlí: Ratleikur í skógreitnum við Brekkusel (Böggur)

Seinni vika  (8.-12. júlí)

8. júlí: Gönguferð og ýmislegt brallað

9. júlí: Heimsókn á bókasafnið

10. júlí: Íþróttadagurinn mikli

11. júlí: Klifurveggurinn og Pógó kennt í
félagsmiðstöðinni

12. júlí: Grillveisla á góðum stað. Farið verður í leiki ofl.

Athugið að æskilegt er að taka með sér nesti.

Skráning fer fram í gegnum ÆskuRækt.

Mæting við Víkurröst alla dagana (nema þegar það er sund, þá beint upp í sundlaug).

 

Allar nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
gislirunar@dalvikurbyggd.is
863-4369