Leita að jólatré fyrir Dalvíkurbyggð
Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar leitar nú að stóru greni- eða furutré sem myndi sóma sér vel sem jólatré á Dalvík.
Ef einhvern vantar að losna við tré úr garðinum sínum er hægt að hafa samband í síma 853-0220 eða á dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is
Tréið verður sótt og fjarlægt endurgjaldslaust.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Dalvíkurbyggðar.