Norðurland

Lögreglan á Norðurlandi eystra í átaksverkefni í næstu viku

Lögreglumenn um allt Norðurland Eystra munu sinna sérstöku átaksverkefni í næstu viku frá mánudegi til föstudags (22.-26. okt.) og munu láta sjá sig við alla leikskóla á svæðinu, bæði í þéttbýli og sveitum. Markmiðið er að kanna notkun öryggisbúnaðar barna um borð í bílum með hvatningu að leiðarljósi. Börnin verða að hafa algjöran forgang hjá okkur fullorðnu ökumönnunum sem og berum á þeim fulla ábyrgð. Höfum allan búnað bílsins í toppstandi og börnin í fullkomnu öryggi !