dalvíkurbyggð

Lokanir hjá fyrirtækjum á Dalvík næstu daga

Íþróttamiðstöðin á Dalvík lokar kl. 12 á hádegi í dag 30.10 og verður lokuð yfir helgina.
Bókasafnið og Menningarhúsið verður lokað fram yfir helgi.
Vegna fámennis og í ljósti hertra aðgerða verður þjónustuver skrifstofa Dalvíkurbyggðar lokað í næstu viku. Þó verður hægt að hringja á milli 10.00 & 13.00 í síma 460-4900 eða senda tölvupóst á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is. Hægt er að panta fund/tíma hjá starfsmanni ef ekki er hægt að leysa nauðsynleg mál rafrænt eða í síma.

Félagsmiðstöðin Týr verður einnig lokuð á meðan hertar aðgerðir eru í gildi. Lokunin þar tekur gildi strax í dag.

Breytt opnun er á pósthúsinu. Frá og með deginum í dag verður hann sem hér segir:
Opið frá 10:00 – 12:00 & 12:30-14:30.

Lokað er á hár- og snyrtistofunni Doríu næstu daga og einnig í Rauðakrossbúðinni.

Þá hafa kaffihús Bakkabræðra, Norður og Krua Kanó einnig auglýst lokanir hjá sér næstu daga.

Tekin hefur verið ákvörðun um að loka þjónustuskrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík um óákveðinn tíma.

Kjörbúðin heldur óbreyttum opnunartíma en ekki er hægt að bjóða upp á heimsendingarþjónustu.