AkureyriSkagafjörður

Lundarskóli á Akureyri í tímabundið verkfall frá 29. október

Verkföll hafa verið boðuð í þrettán skólum; fjórum leikskólum, sex grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og tónlistarskóla. Verkföll leikskólanna eru ótímabundin og hefjast 29. október. Önnur verkföll eru tímabundin og hefjast ýmist 29. október, 11. nóvember eða 25. nóvember. Tímabundnum verkföllum lýkur ýmist 22. nóvember eða 20. desember.

Verkfall verður hjá þessum skólum:

Leikskólinn

Verkföll í leikskólum eru ótímabundin. Boðað er að þau hefjist í eftirtöldum skólum 29. október:

  • Leikskóli Seltjarnarness
  • Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ
  • Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík
  • Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki
Grunnskólinn

Aðgerðir í grunnskólanum eru tímabundnar. Verkföll neðangreindra þriggja skóla hefjast 29. október og standa til og með 22. nóvember:

  • Áslandsskóli í Hafnarfirði
  • Laugalækjarskóli í Reykjavík
  • Lundarskóli á Akureyri

Verkföll eftirfarandi þriggja skóla hefjast 25. nóvember og standa til og með 20. desember:

  • Árbæjarskóli í Reykjavík
  • Garðaskóli í Garðabæ
  • Heiðarskóli í Reykjanesbæ
Framhaldsskólinn

Aðgerðir í framhaldsskólanum eru tímabundnar:

  • Verkfall við Fjölbrautaskóla Suðurlands stendur frá 29. október og til og með 20. desember.
  • Verkfall við Menntaskólann í Reykjavík stendur frá 11. nóvember og til og með 20. desember.
Tónlistarskólinn

Boðað verkfall við Tónlistarskóla Ísafjarðar er tímabundið, hefst 29. október og stendur til og með 20. desember.