dalvíkurbyggð

Maður og hestur fóru niður í Hrísatjörn

Karlmaður á hestbaki fór niður um ís á Hrísa­tjörn­inni í Dal­víkurbyggð í kringum hádegið í dag. Ísinn lét undan og fór bæði hesturinn og maðurinn niður undir ísinn. Maðurinn hafði mælt ísinn skömmu áður en hann fór yfir tjörninna. Hláka hefur verið undanfarna daga á svæðinu.

Manninum tókst að koma sér upp á ísinn og kalla eftir hjálp og var nokkur viðbúnaður í þessari aðgerð lögreglu og björgunarsveitar í dag.

Hvorki mann­in­um né hest­in­um varð meint af at­vik­inu.

Fréttavefurinn mbl.is greindi fyrst frá þessu.

Hrísatjörn: Dalvíkurbyggð.is