dalvíkurbyggð

Matarvagninn Hóllinn opnar á Dalvík

Nýr matarvagn er að hefja rekstur á Dalvík sem nefnist Matarvagninn Hóllinn, eða Hóllinn Take away á facebook. Matarvagninn mun opna formlega helgina 11.-12. júní næstkomandi, en í júní verður einungis opið um helgar.

Hjónin Stefán Bjarmar Stefánsson og Nimnual Khakhlong eru eigendur staðarins sem verður staðsettur á Karlsrauðatorgi 3 á Dalvík.

Matarvagninn Hóllinn mun sérhæfa sig í tælenskum mat eins og rúllum, kjúklinganúðlum, djúpsteiktum rækjum og fleiru. Einnig verða í boði kjúklingahamborgarar þegar líða tekur á sumarið.

Í júni verður vagninn opinn um helgar frá kl. 17:00-21:00 og á laugardögum frá kl:11:30-14:00 og síðar um daginn frá kl:17-21.

Eigendur staðarins vinna bæði hjá Samherja þar sem Stefán starfar sem sjómaður og Nimnual starfar í frystihúsinu.