dalvíkurbyggð

Miðnætursólarferð Ferðafélags Svarfdæla

Miðvikudagsganga Ferðafélags Svarfdæla verður miðvikudaginn 26. júní  kl. 22:00 frá afleggjara norður undir Múlagöngum. Gengið eftir gamla veginum að Voghól og niður með Vogagjá uns staðið er andspænis Hálfdanarhurð. Gengið til baka upp á Plan, efst í Múlanum, þar sem fegurst er miðnætursól.

Leiðarlýsing:

3 km. Hækkun 50 m. 2-3 klst.