Mikil lækkun á tekjum Hafnasjóðs Dalvíkur á þessu ári
Það sem af er þessu ári hefur dregið verulega úr komum skipa sem landa hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar og er breytingin á milli ára í tonnum talið um 40%. Þetta hefur haft mikil áhrif á tekjur Hafnasjóðs.
Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs Dalvíkurbyggðar hefur því óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 27.5 milljónir króna vegna lækkunar tekna Hafnasjóðs Dalvíkur en töluverð umskipti hafa verið á lönduðum afla á þessu ári og nemur það um 40% af lönduðum afla á sama tíma og í fyrra.
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt viðaukann í fjárhagsáætlun 2019.