dalvíkurbyggð

Mótmæla uppsögn húsvarðar við Dalvíkurskóla

Alls hafa 39 starfsmenn Dalvíkurskóla mótmælt uppsögn á stöðu húsvarðar við skólann og sent erindi til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar, sem tók málið upp á fundi.

Starfsmenn Dalvíkurskóla telja framkvæmd uppsagnarinnar vera ófagleg, illa ígrunduð og skjóti skökku við að ekki skuli hafa verið haft samráð við skólastjórnendur við þessa ákvörðunartöku. Engin sambærileg stofnun geti án húsvarðar verið nema stjórnendur sveitarfélagsins hafi í hyggju að láta aðbúnað alls þessa fólks drabbast niður og vera börnum hættulegur. –  Þetta kemur fram í fundargerð Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 9. maí síðastliðinn.