dalvíkurbyggð

Nær Dalvík fimm stiga forskoti ?

Dalvík/Reynir leikur í dag við Ægi í Þorlákshöfn. Með sigri í dag getur Dalvík náð 5 stiga forystu á KH, sem er í öðru sæti með 22 stig eftir 12 umferðir. Ægir hefur byrjað mótið illa og er í næst neðsta sæti með 7 stig og eru 9 stigum frá öruggu sæti í deildinni. Fallbaráttan blasir því við þeim.

Ægir hefur tapað síðustu 5 leikjum á meðan Dalvík er ósigrað í síðustu 5 leikjum sínum. Dalvík vann fyrri leikinn 3-0 á Dalvíkurvelli í vor, en í gegnum tíðina hafa þetta verið miklir markaleikir og liðin skipts á að vinna. Á síðustu leiktíð gerðu liðin jafntefli á Dalvíkurvelli og Ægir sigraði á Þorlákshafnarvelli.

Gera má ráð fyrir hörkuleik í dag kl. 16:00 á Þorlákshafnarvelli. Áfram Dalvík/Reynir !