dalvíkurbyggð

Nemandi Dalvíkurskóla í 2. sæti í stærðfræðikeppni

Úrslit í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og níundu bekkja í grunnskólum á Norðurlandi vestra og á Tröllaskaga fór fram í Ólafsfirði í gær.  Þetta er í tuttugasta og annað sinn sem keppnin er haldin.  Keppnin var jöfn og spennandi eins og oft áður. Frá þessu er greint á vef mtr.is.

Í fyrsta sæti varð Hjalti Freyr Magnússon frá Grunnskóla Húnaþings vestra. Þorsteinn Jakob Klemensson frá Dalvíkurskóla varð í öðru sæti og Jóhann Gunnar Eyjólfsson frá Árskóla á Sauðárkróki í þriðja sæti.

Allir keppendur fóru heim með smá glaðning og vegleg verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin.