dalvíkurbyggð

Ófært til og frá Dalvík

Víða er stórhríð á Norðurlandi og vegir ófærir eða lokaðir og verða það í dag samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Appelsínugul viðvörun er á öllu Norðurlandi og víðar.

Ófært er til og frá Dalvík og Fjallabyggðar. Lokað er um Þverárfjall, Vatnsskarð, Öxnadalsheiði, Siglufjarðarveg, Ólafsfjarðarveg, Hámundarstaðaháls, Hjalteyrarveg, Víkurskarð og víðar.