AkureyriNorðurland

Ökumenn varaðir við mögulegum bikablæðingum á Norðurlandi næstu daga

Vegagerðin varar ökumenn við mögulegum bikblæðingum á Norðurlandi næstu daga. Bikblæðingar eru á hluta Öxnadalsheiðar og hraði tekinn niður. Vegfarendur eru beðnir að virða merkingar og aka með gát.

Unnið er að yfirlögnum á Norðausturvegi (85) sunnan Húsavíkur, á um 7 km kafla. Umferð er stýrt með ljósum og leiðibíl og eru vegfarendur eru beðnir að virða merkingar og halda í það minnsta 50 metra bili að næsta bíl til þess að halda steinkasti í lágmarki.