Óskar Bragason ráðinn til Dalvíkur/Reynis
Óskar Bragason hefur verið ráðinn í þjálfarateymi Dalvíkur/Reynis til tveggja ára. Óskar þjálfaði síðast Magna en var hjá Dalvík/Reyni árið 2019-2020. Óskar er fæddur árið 1977 og er sagður vera síðasta púslið í þjálfarateymi liðsins fyrir komandi tímabil.