Ráðin í starf kennsluráðgjafa í Dalvíkurbyggð
Fjóla Dögg Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem kennsluráðgjafi á skólaskrifstofu fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar og mun taka við starfinu af Dóróþeu Reimarsdóttur. Þetta kemur fram á vef Dalvíkurbyggðar. Fjóla Dögg Gunnarsdóttir mun hefja störf í september.
Þann 23. júlí síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um auglýsta stöðu kennsluráðgjafa. Umsækjendur voru tveir og voru þeir í stafrófsröð:
Anna Karen Birgisdóttir, iðjuþjálfi
Fjóla Dögg Gunnarsdóttir, deildarstjóri