Ráðinn deildarstjóri eigna- og framkvæmdardeildar hjá Dalvíkurbyggð
Dalvíkurbyggð hefur ráðið Steinþór Björnsson í stöðu deildarstjóra eigna- og framkvæmdardeildar. Alls bárust 16 umsóknir um stöðuna. Dalvíkurbyggð greindi frá þessu á vef sínum í dag.
Steinþór er með B.s. próf í jarðfræði frá Háskóla Íslands og einnig með diplóma í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla. Steinþór hefur undanfarið ár unnið hjá Vegagerðinni á Austurlandi sem verkefnastjóri á tæknideild þar sem hann fer með umsjón og eftirlit með nýframkvæmdum. Þar áður starfaði hann sem framleiðslusérfræðingur hjá Alcoa fjarðarál og sem þjónustustjóri hjá Vegagerðinni.
Steinþór er giftur Andreu Björk Sigurvinsdóttur og eiga þau 4 börn. Steinþór mun hefja störf í haust og við bjóðum hann velkominn til starfa hjá Dalvíkurbyggð.