dalvíkurbyggð

Ráðinn styrktarþjálfari hjá Dalvík og félagið stækkar umgjörðina

Unnar Björn Elíasson hefur verið ráðinn sem styrktarþjálfari hjá knattspyrnudeild Dalvíkur. Unnar er fæddur árið 1998 og lék upp yngri flokkana hjá Dalvík. Hann hefur starfað hjá Norðurland Kírópraktík. Unnar mun koma inn í þjálfarateymið og vinna náið með leikmönnum Dalvíkur/Reynis, bæði í fyrirbyggjandi æfingum gegn meiðslum og almennri styrktarþjálfun.
Þetta er fyrsta skrefið í stækka umgjörðina hjá knattspyrnudeild Dalvíkur.
Unnar útskrifaðist árið 2024 með mastersgráðu í kírópraktík frá Anglo European College of Chiropractic háskólanum á Englandi. Hann glímdi við íþróttameiðsli á sínum yngri árum og fékk í framhaldinu mikinn áhuga á að meðhöndla íþróttafólk.