dalvíkurbyggð

Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á landinu

Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á landinu þar sem spáð er aftakaveðri. Ákvörðunin er tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins og í samræmi við veðurspá Veðurstofu Íslands. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Samráð á milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar er aukið. Fylgist með frekari upplýsingum fra almannavörnum, á Facebook https://www.facebook.com/Almannavarnir/ um veðurspá á www.vedur.is, færð á vegum vegagerdin.is og upplýsingum á textavarpinu, www.textavarp.is

English The National Commissioner of the Icelandic Police in association with the District Commissioners in Iceland declares an uncertainty phase due to weather forecast from the Meteorological Office of a violent storm with hurricane force winds in all areas in Iceland Travel advisory for all areas is in effect. Uncertainty phase/level is characterized by an event which has already started and could lead to a threat to people, communities or the environment. At this stage the collaboration and coordination between the Civil Protection Authorities and stakeholders is elevated. More information on the weather forecast at the Meteorological Office website https://en.vedur.is/ and for road conditions http://www.road.is/ Follow the Civil Protection updates on Facebook /https://www.facebook.com/Almannavarnir/