Sigga og Grétar skemmta í Bergi
Sigga Beinteins og Grétar Örvars koma til Dalvíkur þann 18. júní næstkomandi með skemmtilega tónleikadagskrá og syngja öll sín uppáhalds lög og segja skemmtilegar sögur.
Þau eru spennt að stíga aftur á svið eftir langt hlé. Miðasalan fer fram í gegnum Menningarhúsið Berg. Takmarkað sætapláss í boði.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30.