Skíðasvæði Dalvíkur opnar laugardaginn 4. janúar
Skíðasvæðið á Dalvík opnar á morgun, laugardaginn 4. janúar. Verður þetta fyrsti opnunardagurinn í vetur á svæðinu.
Opið verður frá 12:00 til 16:00 og að venju er frítt í fjallið á fyrsta opnunardegi.
Opið verður í Ingubakka, Barnabrekku og Neðri Lyftubrekku en þó aðeins niður að 3 mastri. Að Brekkuseli þarf fyrst um sinn að renna sér niður Barnabrekkuna norðan við 3 mastur.
Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi eru framkvæmdir við nýbyggingu sunnan Brekkusels. Hefðbundin leið að Brekkuseli niður Neðri Lyftubrekku verður fær á næstu dögum.
Ekki hægt að ábyrgjast að fullu að snjórinn hylji allt og þarf því skíðafólk að taka tillit til þess.