Skíðasvæðið í Skarðsdal opnar á miðvikudaginn
Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði verður opnað aftur miðvikudaginn 10. febrúar. Búið er að tengja nýja gámaaðstöðu og skíðalyftan var prófuð í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umsjónarmönnum svæðisins.
Ótrúlegt kraftaverk að hægt sé að opna svona skömmu eftir skemmdirnar sem flóðið olli í janúar.
Gönguskíðakort eru til sölu á Sigló Hótel, einnig er hægt að leggja inn á 348-26-1254 kt. 640908-0680 og senda kvittun á skard@simnet.is.
Ljósmynd með frétt: Þórarinn Hannesson.