dalvíkurbyggð

Skíðavetrinum lokið á Dalvík

Skíðasvæðinu á Dalvík hefur verið lokað þennan veturinn, en á þessu tímabili komu um 8000 gestir og voru 79 opnunardagar í vetur. Áhrifin vegna covid-lokana auk bilunar í skíðalyftu settu mark sitt á veturinn.

Starf Skíðafélags Dalvíkur gekk verulega vel og var mikil þátttaka á æfingum hjá skíða- og brettadeildinni og æfðu á milli 130-140 börn vetraríþróttir
í vetur. Þá var skíðagöngubrautin mikið notuð í vetur.