dalvíkurbyggð

Skjálfti upp á 4,6 fannst víða í nótt á Tröllaskaga

Í nótt kl. 03:42 varð skjálfti af stærð 4,6 um 11 km. Norðvestur af Gjögurtá. Tíu mínútum síðar, kl. 03:52, varð skjálfti á sömu slóðum af stærð 3,7. Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist víða á Tröllaskaga og í Eyjafirði. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Veðurstofa Íslands greindi frá þessu í nótt.