Skólahald fellur niður í Dalvíkurskóla
Vegna slæmrar veðurspár fóru allir nemendur Dalvíkurskóla heim að loknum hádegismat í dag. Frístund verður ekki opin í dag.
Tekin hefur verið sú ákvörðun um að fella skólahald í Dalvíkurskóla niður á morgun miðvikudaginn 11. desember. Frístund verður einnig lokuð á morgun miðvikudaginn 11. desember.
Leikskólinn Krílakot lokaði einnig snemma í dag og verður lokaður á morgun vegna veðurs, miðvikudaginn 11. desember.