Snjóflóð féllu á milli Dalvíkurbyggðar og Ólafsfjarðar um helgina
Allmörg snjóflóð hafa komið í ljós á svæðinu milli Dalvíkbyggðar og Ólafsfjarðar og í nágrenni Ólafsfjarðar. Flóðin hafa fallið aðfaranótt laugardags og fyrripart laugardags. Flóðin eru flekaflóð, nokkuð stór sum hver og hrannast upp í þykkar tungur þar sem það var fremur hlýtt á laugardag og blautur snjór í neðri hluta hlíða.
Ekki eru taldar miklar líkur á flóðum af náttúrlegum örsökum en fólk ætti að fara sérstaklega varlega í og undir brekkum þar sem snjórinn frá því á laugardag safnaðist, því gert er ráð fyrir að flóð geti farið af stað við lítið álag á snjóþekjuna.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.