dalvíkurbyggð

Snjóframleiðsla hafin á Böggvisstaðafjalli

Umsjónarmenn á Skíðasvæðinu á Dalvík eru byrjaðir að undirbúa veturinn. Snjóframleiðsla er hafin á Böggvisstaðafjalli og stefnt er á að opna svæðið í byrjun desember ef aðstæður leyfa.

Engin hækkun er á verðskránni á svæðinu. Nú er hægt að greiða fyrir aðgang að göngubrautinni með sérstöku vetrarkorti á 8000 kr. eða staka ferð á 500 kr.
Mynd frá Skíðasvæði Dalvíkur.