dalvíkurbyggð

Snjómokstur hafinn á Dalvík

Talsvert hefur snjóað síðasta sólarhringinn í Dalvíkurbyggð. Snjómokstur hófst í morgun og var fólk beðið um að fara ekki á vanbúnum bílum út í umferðina.

Íbúar Dalvíkurbyggðar eru beðnir um að sýna snjómokstursverkinu þolinmæði því það tekur skiljanlega tíma að ryðja þessu snjómagni frá áður en það fer að frysta.