dalvíkurbyggð

Spænskunámskeið SÍMEY í Dalvíkurbyggð

SÍMEY stendur fyrir Spænskunámskeiði í Dalvíkurbyggð sem hefst 22. október kl. 17:00-19:00 og verður kennt alla þriðjudaga til 26. nóvember. Kennt verður í Dalvíkurskóla. Leiðbeinandi er Bjarney Lea Guðmundsdóttir. Skráning fer fram á vef SÍMEY.

“Español para todos! Spænskunámskeið fyrir alla, konur og kalla!

Ef þú ert byrjandi í spænsku og vilt getað tjáð þig næst þegar þú ferð í spænskumælandi land, er þetta námskeiði fyrir þig. Það er ætlað byrjendum, með áherslu á framburð, undirstöðuatriði í málfræði og byggja upp orðaforða ásamt nytsamlegum orðum og frösum sem gagnast í ferðalaginu. Mikil áhersla er lögð á munnlegar æfinga ásamt hlustun.

Stuðst er við kennslubók á samt mynd- og hljóðefni af netinu.”

Leiðbeinandi: Bjarney Lea Guðmundsdóttir

Kennslan fer fram í Grunnskólanum á Dalvík, þó getur verið að einhverjir tímar verði kenndir á Ólafsfirði.

Kennslan fer fram 17-19 á þriðjudögum

Verð 25.000.