dalvíkurbyggð

Starf stuðningsfulltrúa við Árskógarskóla

Árskógarskóli leitar að stuðningsfulltrúa á leikskólastigi í 50% starf sem fyrst. Um er að ræða tímabundið starf til 1. júlí 2019. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Í Árskógarskóla eru 40 börn frá 9 mánaða aldri til og með miðstigi grunnskóla. Árskógarskóli er staðsettur við þjóðveginn, í Árskógi, 12 km frá Dalvík og 34 km frá Akureyri.

Stuðningsfulltrúi er nemendum skólans til aðstoðar í leik og starfi, en vinnur auk þess önnur störf innan skólans eftir því sem þau falla til. Stuðningsfulltrúi er kennara til stuðnings við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð og úrræði. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.

Nánari upplýsingar um starfið er á finna á vef Dalvíkurbyggðar.