Steinmar nýr byggingarfulltrúi í Dalvíkurbyggð
Steinmar Heiðar Rögnvaldsson er tekinn við starfi byggingarfulltrúa í Dalvíkurbyggð. Hann sinnir jafnframt starfi byggingarfulltrúans á Akureyri.
Starfsstöð byggingarfulltrúa er í Ráðhúsi Akureyrar en viðvera er auk þess í Dalvíkurbyggð þegar starfið krefst þess.
Byggingarfulltrúi afgreiðir byggingarleyfisumsóknir í Dalvíkurbyggð á reglubundnum afgreiðslufundum. Fundargerðir afgreiðslufunda eru birtar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Starfsfólk byggingarfulltrúans á Akureyri sér m.a. um skráningu teikninga og skráningu í Mannvirkjaskrá HMS, tilkynningar varðandi afgreiðslu erinda og þess háttar.
Hægt er að hafa samband við byggingarfulltrúa í netfangið steinmar@dalvikurbyggd.is eða í gegnum þjónustuver í síma 460-4900.