Stórleikur Lalic í markinu dugði ekki gegn Leikni
Dalvík/Reynir heimsótti Leikni í Reykjavík í 20. umferð Íslandsmótins Lengjudeild í knattspyrnu. D/R var í neðsta sæti deildarinnar og Leiknir var einnig í neðri hlutanum. D/R þurfti sigur til að halda sér á lífi í deildinni.
Leikurinn byrjaði ágætlega fyrir Dalvík/Reyni, en Áki Sölvason skoraði 25. mínútu, þegar hann var óvaldaður innan teigs. Heimamenn jöfnuðu þó leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og var staðan 1-1 þegar dómarinn flautaði til hlés. Franko Lalic hafði haldið D/R á floti með góðum vörslum í fyrri hálfleik.
Leiknir átti góðan síðari hálfleik og áttu mörg færi en markmaður D/R varði oft vel. Á 83. mínútu kom svo sigurmarkið þegar leikmaður Leiknis skoraði með skalla. D/R náði ekki að jafna og endaði leikurinn því 2-1. Fjórði tapleikur D/R í röð og sá ellefti í deildinni.
Með þessum úrslitum er Dalvík/Reynir fallnir í 2. deild karla og leika þar á næsta tímabili.
Tveir leikir eru þó eftir og sex stig í pottinum. Næsti leikur D/R er gegn Þór á Akureyri og svo gegn Þrótti.