Stórt flekahlaup fór yfir Ólafsfjarðarveg
Ólafsfjarðarvegur milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar er nú lokaður vegna stórs flekahlaups sem fór yfir veginn. Snjóflekinn fór yfir snjóvarnir fyrir ofan veginn og fyllti þar í holuna og flaut svo yfir. Flóðið er sagt vera 20 metra breitt og 2 metra hátt á veginum. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir.