dalvíkurbyggð

Strandarmótinu lokið

Strandarmótið í Dalvíkurbyggð var haldið um síðustu helgi og tókst með afbrigðum vel þar sem margar hendur unnu mikið og þarft verk. Í 25 ár hefur fólk mætt á hinn fornfræga Árskógsvöll og notið gleði og gæðaleikja yngstu og ástríðufyllstu leikmanna Norðurlands. Dalvíksport.is greinir frá þessu. Önnur lið sem komu voru KF, Þór, Völsungur, KA, Magni og Fjarðarbyggð.

Lið 7. flokks UMFS Dalvíkur voru þrjú á mótinu. Dalvík 1 og Dalvík 2 tóku nánast eingöngu þátt í jöfnum leikjum. Dalvík 3 var skipað leikmönnum sem flestir hófu knattspyrnuiðkun fyrr í sumar og áttu mun erfiðar uppdráttar hvað úrslit leikja varðar. Leikmennirnir létu það ekki á sig fá og léku af krafti til síðasta leiks.

Úrslit leikja má sækja hér.

Ljósmynd með frétt kemur frá Dalviksport.is.