Strandhreinsun Fiskidagsins Mikla – fréttatilkynning
Fréttatilkynning frá Fiskideginum mikla.
Strandhreinsun Fiskidagsins Mikla, Arctic Adventures og samstarfsaðila 8. ágúst.
Við leitum eftir fleiri samstarfsaðilum og sjálfboðaliðum í verkefnið sem snýst um fjörur í Eyjafirði og nágrenni. Sumar fjörur eru auðhreinsaðar fótgangandi, aðrar fjörur krefjast báta og sérstaks búnaðar. Við hvetjum fólk til að taka þátt í þessu með okkur. Þú getur tekið þátt með skráningu í mismunandi ferðir. Áhugasamir þátttakendur skrái sig á facebooksíðunni „Strandhreinsun Fiskidagsins mikla, senda email á freyr.antonsson@adventures.is eða hringt í síma 8976076.
Bátsferð þar sem fólk verður ferjað í land á minni bátum.
Byrjað fótgangandi en sótt í fjöru við endastöð.
Byrjað og endað fótgangandi.
Skreppa í fjöruferð með fjölskylduna og týna rusl sem finnst.
Tökum til í Eyjafirði.
Skráir þig til leiks og ferð í fjöru við þína heimabyggð í Eyjafirði og týnir rusl sem þar er að finna. Skilar því til okkar eða lætur sækja til þín.
Klukkan 10:00 fimmtudagsmorguninn 8. ágúst fer Draumur úr höfn á Dalvík áleiðis í hreinsun í Fjörður, áætlað að fara í Hvalvatnsfjörð og Þorgeirsfjörð. Þátttaka opin en gera skal ráð fyrir 8 tíma degi. Erfiðleikastuðull 3,5 af 5.
Markmiðin eru að hreinsa eins mikið af strandsvæðum Eyjafjarðar og nágrennis og hægt er miðað við þátttöku og veður. Safna saman öllu ruslinu sem finnst í fjörunum og sýna 10. Ágúst á hátíðarsvæði Fiskidagsins Mikla. Vekja fólk til umhugsunar um umhverfið okkar og hvernig sumir hlutir enda í sjónum og síðar í fjörum landsins.