dalvíkurbyggð

Styrkir úr Afreks- og styrktarsjóð Dalvíkurbyggðar

Íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir umsóknum í Afreks- og styrktarsjóð.  Helstu markmið sjóðsins eru að styðja og veita viðurkenningu fyrir góðan árangur og öflugt íþrótta-, félags- og æskulýðsstarf í sveitarfélaginu. Einnig að veita viðurkenningar til félaga fyrir gott fordæmi á sviði almenningsíþrótta.

Styrkumsóknir skulu berast eigi síðar en sunnudaginn 24. nóvember 2019.