Styrktarsjóður Tónlistarskólans á Tröllaskaga stofnaður
Styrktarsjóður Tónlistarskólans á Tröllaskaga hefur verið stofnaður.
Stofnendur sjóðsins eru rekstaraðilar Tónlistarskólans, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Sjóðurinn mun starfa i nánum tengslum við Tónlistarskólann á Tröllaskaga.
Markmið sjóðsins er að styrkja unga nemendur og tónlistarmenn, sem hafa staðið sig vel í námi í TÁT og sinni heimabyggð og vilja afla sér meiri menntunar.
Hægt er að sækja um styrk til áframhaldandi náms í öðrum sveitafélögum, eða í formi námskeiða, masterklass, tónleikahalds og öðru sem tengist tónlist á Tröllaskaga.
Styrktarsjóðurinn er opin fyrir umsóknir frá og með föstudeginum 15. nóvember til 31. desember 2024.
Þeir aðilar sem sækja um styrk, þurfa að skila inn til stjórnar TÁT, með upplýsingum um kostnað og framkvæmd verkefnis, sem miðast við 1. Júní til 31. maí ár hvert.
Stjórn sjóðsins er skólanefnd TÁT og úthlutar styrkjum úr sjóðnum árlega og eru umsóknir teknar inn til skoðunar frá janúar – apríl ár hvert.
Úthlutað verður úr sjóðnum 28. maí á skólaslitum TÁT 2025 í Tjarnarborg og mun það verða reglan að nota skólaslit skólans til úthlutunar á styrkjum sjóðsins.
Tekið skal fram að í þennan sjóð geta einungis þeir sótt um, sem eiga lögheimili í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.