Súkkulaðikökuóperan Bon appétit í Bergi
Sjónvarpskokkurinn frægi, Julia Child, kennir áhorfendum að baka franska súkkulaðiköku úr ekta Omnom súkkulaði í Menningarhúsinu Bergi. Guja Sandholt fer með hlutverk frú Child og Heleen Vegter leikur með á píanó í gómsætustu óperu tónlistarsögunnar! Kokkurinn knái úr Hinu blómlega búi, Árni Ólafur Jónsson er sérlegur aðstoðarkokkur frú Child. Hver veit nema að áheyrendur fái svo að smakka á afrakstrinum að bakstri loknum?
Það verða þrennar hádegissýningar í Bergi í Fiskidagsvikunni. Miðvikudag, fimmtudag og föstudag 7. – 9. ágúst kl. 12.15. Súkkulaðikökuóperan er um 20 mínútna löng. Heitt kaffi verður á könnunni að flutningi loknum.
Aðgangseyrir er kr. 1.000 (kr. 500 fyrir börn)
Ath. Ekki posi á staðnum.