Súlur Vertical hlaupið á Akureyri
Súlur Vertical hlaupið verður haldið laugardaginn 3. ágúst á Akureyri. Þetta er í þriðja skiptið sem hlaupið er haldið en um er að ræða spennandi áskorun fyrir alla hlaupara og fjallagarpa. Í boði eru tvær vegalengdir. Lengri leiðin er 28 km með um 1400 m hækkun (1 ITRA punktur) og styttri leiðin er 18 km með 450 m hækkun. Hlaupið hefst klukkan 10:00 í Kjarnaskógi, Hömrum.
Í ár mun Hayden Hawks mæta til leiks í Súlur Vertical. Það er mikill heiður að fá Hayden í þetta hlaup því hann er einn besti ofurhlaupari heims og er nr. 4 á heimslista ITRA. Fyrir utan að vera einn besti ofurhlaupari heims þá á hann tímann 28.53 í 10.000 m á braut og 13.51 í 5000 m brautarhlaupi.
Föstudaginn 2. ágúst kl:17:00 verður Hayden Hawks með fyrirlestur á Akureyri um utanvegahlaup.
Glæsileg verðlaun fyrir fyrstu þrjá í karla- og kvennaflokki í báðum vegalengdum.
Nánari upplýsingar og skráning fer fram á hlaup.is:
https://www.facebook.com/VerticalSulur/