Sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð
Nú eru auglýst fjölbreytt sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð, meðal annars á Byggðasafninu, Bókasafninu, Flokkstjóra vinnuskóla og í Upplýsingamiðstöð.
- Byggðasafn Dalvíkurbyggðar auglýsir laust til umsóknar helgarvinnu í sumarafleysingum á Byggðasafninu Hvol sem staðsett er á Dalvík. Umsóknarfrestur er til 15 apríl. Umsóknum ásamt ferilskrá má skila á Bókasafn Dalvíkurbyggðar eða á netfangið: bjork.eldjarn@dalvikurbyggd.is. Allar frekari upplýsingar veitir Björk Eldjárn í síma 4604930 eða á netfanginu bjork.eldjarn@dalvikurbyggd.is
- Dalvíkurbyggð auglýsir laust til umsóknar 81% starf í upplýsingamiðstöð sem staðsett er í Menningarhúsinu Bergi. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Umsóknum ásamt ferilskrá má skila á Bókasafn Dalvíkurbyggðar eða á netfangið: bjork.eldjarn@dalvikurbyggd.is.
- Bókasafn Dalvíkurbyggðar auglýsir laust til umsóknar 100% starf og annan hvern laugardag í sumarafleysingum á bókasafninu sem staðsett er í Menningarhúsinu Bergi. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Umsóknum ásamt ferilskrá má skila á Bókasafn Dalvíkurbyggðar eða á netfangið: bjork.eldjarn@dalvikurbyggd.is.
- Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar auglýsir laus störf flokksstjóra vinnuskóla. Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl nk. Nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason (gislirunar@dalvikurbyggd.is), íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar.
Allar frekari upplýsingar veitir Björk Eldjárn í síma 460 4930/8667255.