dalvíkurbyggð

Sýnataka í Bergi á Dalvík

Fimmtudaginn  5. nóvember kl. 10 – 12 er áætlað að börn úr Krílakoti sem hafa verið í sóttkví, komi í 7 daga sýnatöku. Sýnatakan fer fram í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík.

Það eiga allir að fá send boð um skimunina á Heilsuvera.is og sent strikamerki sem notuð eru á sýnatökustað. Stundum berast ekki þessi strikamerki en barnið ætti þó að vera í kerfinu og verður því þá flett upp. Strikamerkið kemur eftir kl. 16 á 6. degi.

Það verða þrír hjúkrunarfræðingar og einn læknir frá Heilsugæslunni á Dalvík sem sjá um að taka sýnin og hafa þau öll margra ára reynslu af vinnu með börnum í sínum störfum.

Mælst er til þess að einungis eitt foreldri fylgi hverju barni í sýnatökuna og lögð er áhersla á að allir séu með grímur á sýnatökustað og passi upp á að halda 2 metra regluna.

Hér má finna upplýsingar um veirupróf, sem gott er að lesa með börnunum og eru foreldrar og forráðamenn sérstaklega hvattir til að tala um sýnatökuna á jákvæðum nótum við börnin.

Niðurstaða úr sýnatökunni berst vanalega samdægurs (seint um kvöldið) inn á Heilsuvera.is, en gæti dregist þar til daginn eftir. Sóttkví barnanna lýkur með neikvæðri niðurstöðu úr sýnatökunni. Þó eru allir eindregið hvattir til að vera áfram vakandi fyrir einkennum Covid-19 þó sýnataka reynist neikvæð.

Ef þörf er á ráðgjöf hjúkrunarfræðings má hafa samband við heilsugæslu og óska eftir símtali.