dalvíkurbyggð

Tap á rekstri Menningarfélagsins Bergs ses.

Fram kom á aðalfundi Menningarfélagsins Bergs ses. sem haldin var 28. maí síðastliðinn að tap félagsins hafi á árinu 2019 hafi verið 473,009 kr., sem skýrist einkum af uppgjöri vegna framkvæmdastjóraskipta og minni styrkjum en árið áður.

Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir félagsins í árslok 4,8 millj. Kr. Eigið fé félagsins nam 3,6 millj. kr. að meðtöldu stofnfé að fjárhæð 1,6 milljónir króna.

Fjöldi ársverka voru 0,5.