Þrír starfsmenn kveðja Samherja eftir áratuga starf
Þrír starfsmenn sem unnið hafa hjá Samherja eða tengdum félögum í samtals 119 ár láta af störfum um áramótin. Þetta eru Reynir Gísli Hjaltason sem starfað hefur hjá Samherja eða tengdum félögum í 50 ár, Frosti Meldal sem hefur starfað hjá Samherja og Útgerðarfélagi Akureyringa í 49 ár og Teresita Perez lætur af störfum eftir 20 ár hjá Samherja og Útgerðarfélagi Akureyringa.
Í tilefni þessara tímamóta var efnt til kaffisamsætis þeim til heiðurs í matsal Útgerðarfélags Akureyringa.
Þetta kom fram í frétt á vef Samherja.