Þungfært er á milli Akureyrar og Dalvíkur
Víða snjóþekja og töluverð snjókoma eða éljagangur á Norðurlandi. Þungfært er á milli Akureyrar og Dalvíkur og inn Öxnadal. Ófært er orðið víðast hvar í Skagafirði sem og um Víkurskarð og Ljósavatnsskarð. Vegagerðin greinir frá þessu.